logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Þetta bragðgóða rúllutertubrauð hentar mjög vel í veisluna eða saumaklúbbinn. 

Hægt er að undirbúa réttinn deginum áður og eins geymist brauðið mjög vel í frysti (bæði óbakað og bakað) ef menn vilja vera mjög tímanlega í veislu undirbúningnum.

Fylling:

1 stk rúllutertubrauð frá Myllunni

grænt pestó

þistilhjörtu (söxuð)

sólþurrkaðir tómatar (saxaðir)

svartar eða grænar ólífur (eftir smekk)

Kryddblanda:

góð matarolía

1 tsk oregano

1 tsk timian

1 tsk basilika

1 tsk rósmarín

salt og pipar eftir smekk

Smyrjið rúllutertubrauðið með smurostinum og þunnu lagi af pestó.  Setjið þistilhjörtun, sólþurrkuðu tómatana og ólífurnar á víð og dreif yfir brauðið.  Rúllið brauðinu mjög þétt upp. 

Blandið þurrkuðu kryddinu vel saman við olíuna og saltið og piprið.  Gott er að setja olíuna í grunnan bakka og velta brauðinu þannig upp úr kryddblöndunni.  Brauðið er þá látið standa í 1-2 klst. eða lengur.  Ef verið er að undirbúa rúlluna fyrir næsta dag er gott að vefja plastinu sem fylgir rúllutertubrauðinu utan um það, setja í plastpoka og geyma í kæli.  Einnig má frysta rúlluna.

Rúllan er skorin niður í hæfilega þykkar sneiðar, sneiðunum raðað á bökunarplötu og þær ristaðar í ofni við 200°C í um 10 mínútur eða þar til smá litur er kominn á jaðrana.

Látið kólna og berið svo fram.

Ristaðar sneiðarnar má einnig geyma í plastpoka eða öðru loftþéttu íláti í frysti.  Þær eru þá teknar út ekki seinna en 2 tímum áður en þær eru bornar fram.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.