logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Fita gegnir ýmsum hlutverkum: Hún er orkugjafi (þar sem hvert gramm af fitu veitir 9 hitaeiningar); útvegar líkamanum fituleysanleg vítamín en þau eru A-,D-,E- og K- vítamín; veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur, línólsýru og línólensýru; verndar líffæri gegn miklum hitasveiflum og gefur bragð sem flestum finnst gott.

Fitusýrur eru flokkaðar á þrennan hátt - mettaðar (hörð fita), einómettaðar (mjúk fita) og fjölómettaðar (mjúk fita). Allar þessar tegundir gefa jafnmargar hitaeiningar en hollusta þeirra er misjöfn.

Mettuð fita er yfirleitt hörð við stofuhita og því er hún oft nefnd hörð fita. Mettun fitunnar felst í efnafræði hennar. Öll fita er gerð úr fitusýrum og það eru efnatengi þessara sýra sem ýmist geta verið mettuð eða ómettuð af frumefninu vetni. Því meira sem er af ómettuðum fitusýrum því mýkri verður fitan en hún verður harðari því meira sem er af mettuðum fitusýrum.

Ef fæðan inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum stuðlar það að hækkun á LDL-kólesteróli í blóði. Kókosfeiti, smjör, hart smjörlíki, rjómi, nýmjólk og aðrar feitar mjólkurvörur ásamt feitu kjöti eru dæmi um fæðutegundir sem hafa að geyma mikið af mettaðri fitu.

Ómettuð fita er ýmist einómettuð eða fjölómettuð. Öll ómettuð fita er mjúk eða fljótandi við stofuhita og hækkar ekki kólesteról í blóði. Fjölómettuð fita lækkar bæði LDL-kólesteról og HDL-kólesteról en einómettuð fita lækkar eingöngu LDL-kólesteról en ekki HDL. Þess vegna telja sumir að einómettaða fitan sé jafnvel æskilegri en sú fjölómettaða þótt flestir mæli með báðum fitutegundum. 

Ólífuolía er mjög auðug af einómettaðri fitu, hið sama er að segja um margar hnetur og eins avókadó eða lárperu eins og þessi ávöxtur nefnist á íslensku. Repjusolía, maísolía, sojaolía, sólblómaolía, lýsi, fiskfita og selspik eru dæmi um fjölómettaða fitu. Fjölómettaðar fitusýrur úr sjávarfangi eru ólíkar þeim sem koma úr jurtaríkinu. Í fiskfitu eru svonefndar omega-3 fitusýrur en þær hafa ekki aðeins æskileg áhrif á kólesteról í blóði heldur minnka einnig líkur á blóðtappamyndun. 

Nauðsynlegt er að fá fitu úr fæðunni því eins og áður segir fylgja fitunni bæði mikilvæg fituleysin vítamín og lífsnauðsynlegar fitusýrur.  Heildarfita í fæði Íslendinga nálgast nú æskileg mörk en hún veitti 36% orkunnar árið 2002.  Það er hinsvegar talsverður munur á milli aldurshópa.  Ungt fólk borðar fituminnsta fæðið en eldri karlmenn það fitumesta.  Með því að halda heilarmagni fitu í fæðunni innan ráðlagðra marka er auðveldara að auka hlut fæðutegunda sem eru auðugri af bætiefnum en gefa minni orku og þar með sstuðla að fjölbreyttara og hollara fæðuvali á oreldis.  Hörð fita er enn allt of stór hluti fitunnar og veitir samtals um 16% orkunnar.  Þótt aðeins lítill hluti hörðu fitunnar séu trans-fitusýrur er vert að hafa í huga að þær eru taldar hafa jafnvel enn óheppilegri áhrif á LDL-kólesteról í blóði og áhættu fyrir hjartasjúkdóma en mettaðar fitusýrur og því ber að halda neyslu þeirra í lágmarki. 

Því er lögð mikil áhersla á að velja fremur olíu eða mjúka fitu í staðinn fyrir harða og jafnframt að stilla neyslu á fitu og feitum matvörum í hóf.  Trans-fitusýrur eru óvenjulegar að því leyti að þær er ekki að finna í hráefni frá náttúrunnar hendi nema í mjög takmörkuðu magni.  Þær myndast fyrst og fremst við herðingu fitu.  

Sjá frekari umfjöllun um transfitusýrur

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.