logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Trefjaefni eru svo til eingöngu í fæðu úr jurtaríkinu. Þessi efni eru af ýmsum toga og ólík að gerð en eiga það eitt sameiginlegt að meltingarhvatar mannsins vinna ekki á þeim.

Trefjaefnin nýtast því ekki beinlínis sem næring eða orkugjafi, þau fara einfaldlega inn öðrum megin og út hinum megin. Lengi var talið að þau hefðu engu sérstöku hlutverki að gegna í fæðu mannsins. Nú hefur hins vegar komið í ljós að á leið sinni um meltingarveginn hafa trefjaefnin margs konar áhrif: þau örva hreyfingu meltingarvegar, þau hægja á upptöku sykurs úr fæðunni þannig að blóðsykur hækkar ekki eins ört og ella yrði og þau auka umfang hægða og auðvelda losun þeirra.

Trefjaefnum má skipta í tvo flokka eftir leysanleika, í vatnsleysin trefjaefni og óuppleysin trefjaefni. Þessir tveir flokkar hafa að mörgu leyti mismunandi eiginleika og ólík áhrif á líkamann. Vatnsleysnu trefjaefnin örva meltinguna lítið sem ekkert en þau hægja á upptöku sykurs úr fæðunni og hafa einnig væg áhrif til lækkunar á kólesteróli í blóði. Vatnsleysin trefjaefni er helst að finna í rúgi og rúgmjöli, í höfrum og haframjöli, ávöxtum, berjum og baunum. Óuppleysanlegu trefjaefnin hafa hins vegar áhrif á meltinguna, þau örva hreyfingu meltingarvegar og koma í veg fyrir hægðatregðu. Þessi efni er að finna í öllu grófu korni, heilhveiti og hveitiklíði.

Í næringarefnatöflum er yfirleitt ekki gerður greinarmunur á þessum tveimur flokkum enda er kostnaðarsamt og erfitt að greina þá í sundur.´

Lesið áhugaverða grein um trefjar.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.