logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Vatnsdeigsbolla
Það er um að gera að prófa sig áfram með nýjungar í bolluúrvali heimilisins á bolludaginn.  
Hér kemur uppskrift að vatnsdeigsrjómabollu sem á eftir að falla í kramið hjá ungu kynslóðinni.
 
Vatnsdeigsbollur 6stk í pakka

Innihald:

- Vatnsdeigsrjómabollur frá Myllunni (fást í öllum helstu matvöruverslunum)
- Bananasneiðar
- Rjómakrem
- Karamellubráð

Rjómakrem:

3 dl rjómi
1/2 tsk sykur
1/4 tsk vanilludropar (einnig gott að nota bananadropa)
Þeytt saman

Karamellubráð:

2 dl rjómi
150 g sykur
40 g síróp
30 g smjör
1/2 dl þeyttur rjómi
 
Setjið rjóma, sykur og síróp saman í djúpan pott og sjóðið við vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina. Setjið þá smjörið og vanillu út í, blandið vel saman og takið af hitanum.  Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeyttum rjómanum saman við.  Kælið þar til þægilegt er að setja ofan á bollurnar.

Samsetning:

Skerið vatnsdeigsbollurnar í sundur um miðju.
Raðið 2 banasneiðum á miðjan botninn.
Sprautið rjómakreminu ofaná, magn eftir smekk.
Setjið karamellubráðina á vatnsdeigslokið með skeið eða höndum og komið því haganlega fyrir ofan á bolluna.
Hægt er að skeyta bolluna með því að sáldra súkkulaðikurli, rice crispies eða bara því sem hugurinn girnist ofan á karamelluna.
 
Verði ykkur að góðu!
Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.