logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_greinar_trefjar.jpgTrefjar eru kolvetni sem eru svo til eingöngu í fæðu úr jurtaríkinu og eiga það sameiginlegt að vera ómeltanlegar í þörmum manna. Þær nýtast því ekki beinlínis sem næring eða orkugjafi en á leið sinni um meltingarveginn hafa trefjarnar margs konar heilsusamleg áhrif.

Í fæðu okkar er trefjar að finna í grófum kornvörum (rúgi og rúgmjöli, höfrum og haframjöli, heilhveiti og hveitiklíði), ávöxtum, grænmeti, berjum og baunum. Ráðlögð neysla trefja er að minnsta kosti 25-35 grömm á dag

en samkvæmt síðustu landskönnun, sem gerð var árið 2002, var meðaltrefjaneysla Íslendinga aðeins rúm 16 grömm á dag. Æskilegt er  því að velja meira af trefjaríku brauði en til að brauð teljist trefjaríkt þarf það að gefa meira en 6 grömm af trefjum í 100 g af brauði. Hefðbundið samlokubrauð telst því ekki trefjaríkt. Dæmi um trefjarík brauð eru Orkubrauð, Speltbrauð og Fittybrauð frá Myllunni, ýmis maltbrauð og rúgbrauð, Bónus Kjarnabrauð og gróft hrökkbrauð. Einnig er ráðlagt að auka neyslu á heilkornaafurðum á kostnað fínunninna korntegunda (til dæmis hvítt hveiti og pasta) og auka neyslu grænmetis og ávaxta.

Trefjum má skipta í tvo flokka, vatnsleysanlegar og óvatnsleysanlegar, sem hafa mismunandi áhrif á líkamann. Vatnsleysanlegar trefjar hægja m.a. á upptöku kolvetna inn í blóðrás frá meltingarvegi, og hafa þannig góð áhrif á blóðsykurstjórnun, og einnig geta þær lækkað kólesteról í blóði en of hátt kólesteról er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Óvatnsleysanlegar trefjar aftur á móti örva hreyfingu meltingarvegar, auka umfang hægða og auðvelda losun þeirra. Hraðari ferð úrgangsefna gegnum meltingarveginn leiðir mögulega til minnkaðrar áhættu á krabbameinum og hefur trefjaneysla verið tengd minni líkum á ristilkrabba. Neysla trefja getur einnig verið góð í sambandi við þyngdarstjórnun því þær koma oft í staðinn fyrir orkuríkari matvæli og eru mettandi. Þannig getur trefjaneysla leitt til minni orkuinntöku.

Snöggar breytingar yfir í trefjaríkt fæði geta valdið óþægindum, s.s uppþembu og vindgangi. Því er mikilvægt að auka trefjaneyslu hægt og rólega og drekka nóg af vatni með.
Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur M.Sc.
Rannsóknarstofa í næringarfræði

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.