logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Transfitusýrur hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu þar sem bent hefur verið á að neysla á transfitusýrum geti haft skaðleg áhrif á heilsu.

Við hjá Myllunni höfum unnið ötullega að því hin síðari ár að lágmarka notkun transfitusýra í okkar framleiðsluvörur. Árið 2003 skiptum við úr notkun smjörlíkis yfir í notkun matarolíu í öll okkar samlokubrauð, pylsu- og hamborgarabrauð. Árið 2005 gafst okkur loksins kostur á að nota transfitusýrusnautt smjörlíki í allar okkar kökur og sætabrauð, en það smjörlíki er framleitt eftir dönskum stöðlum. Árið 2006 markaði Myllan sér heilsustefnu þar sem Myllan skuldbindur sig m.a. til að sniðganga vörur og hráefni sem eru rík af transfitusýrum.

Hvað eru transfitusýrur

Transfitusýrur eru fitusýrur sem myndast þegar fljótandi olía, jurtaolía eða fiskiolía, er tekin og hert að hluta til. Þetta er gert með því að dæla vetni gegnum olíuna og þegar þessari aðferð er beitt fær olían eiginleika hertrar fitu og þránar síður.

Hvaða áhrif hafa transfitusýrur á heilbrigði?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á matvörum sem innihalda transfitusýrur eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, einkum vegna áhrifa þeirra til hækkunar á LDL-kólesteróli í blóði (svokallað slæmt kólesteról) og lækkunar á HDL-kólesteróli (svokallað gott kólesteról). Þó svo að neysla á mettuðum fitusýrum hafi einnig slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið hefur verið sýnt fram á að transfitusýrur hafi 10 sinnum meiri fylgni við hjartasjúkdóma á móti mettuðum fitusýrum og er það megin ástæða þess að Danir hafa beitt sé í að takmarka neyslu á transfitusýrum. Í Danmörk hefur neysla á transfitusýrum minnkað úr 6g á dag frá árinu 1976 niður í 1-2 g á dag. Á þessum árum hefur tíðni dausfalla vegna hjartasjúkdóma minnkað um 50%.

Hver er neyslan á Íslandi?

Árið 1995 var Ísland eitt af 13 þáttökulöndum í evrópsku rannsóknarverkefni á neyslu transfitusýra. Meðaltalsneysla Íslendinga á transfitusýrum var hæst meðal þessara þjóða eða 5,4 grömm.

Samkvæmt landskönnun á mataræði árið 2002 þá borðuðu Íslendingar um 3,5 g að meðaltali af transfitusýrum á dag. Það er nokkuð frá þeim mörkum sem Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin telur æskilegt en það er um 2 g að hámarki á dag.

Fróðlegt verður að sjá niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem verið er að vinna að hjá Lýðheilsustöð.

Hvernig er hægt að vita hvort vara inniheldur transfitusýrur?

Samkvæmt merkingarreglugerð má ekki tilgreina magn transfitusýra á umbúðum íslenskra matvæla. Þetta setur neytendum og matvælaframleiðendum nokkrar skorður.
Neytendum hefur verið bent á að hægt sé að skoða innihaldslýsingar á vörum til þess að fá upplýsingar um hvort varan innihaldi transfitusýrur og leita þá eftir því hvort varan innihaldi jurtaolíu/fitu herta að hluta (partyally hydrogenated oil/fat). Það segir sig sjálft að ómögulegt er að gera sér grein fyrir magni transfitusýra í matvælum með þessum hætti.

Myllan vonast til þess að breytinga sé að vænta á matvælalöggjöfinni svo gagnsæi verði sem best og upplýsingar um magn transfitusýra í vörum skili sér á einfaldan og skilmerkilegan hátt til neytenda.

 

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.